Episodios

  • Birkir kemur frá Tene!
    Jul 14 2024

    Dáðasti sonur Íslands (að eigin sögn) snýr aftur heim eftir tveggja vikna skelfingarútlegð!

    Birkir ferðaprinsessa snýr tilbaka frá Tenerife og er ansi svipaður Ross úr Friends þegar hann fór í misheppnaða brúnkuspreyið. Birkir segir okkur aðeins frá klikkuðu villunni sem hann gisti í og færði sig svo á 5 stjörnu hótel með nektarnýlendu á þakinu sem hann sver að hann heimsótti ekki, villa er auðvitað ekki nóg fyrir garðbæinginn okkar. Hann sleikti sárin með því að leigja snekkju, bara ósköp venjuleg utanlandsferð.

    Svo vildi Birkir fá update af því sem gerðist í heiminum á meðan hann lá í sólarmóki. Hann fær að vita að síðasta eldgos er búið. Hann furðar sig á því hvað þetta EM er sem allir tala um. Við ræðum um snöggfrægð Hailey „Hawk Tuah“ Welch og einnig Bobbi Althoff. Svo hlægjum við að Biden og Trump og förum yfir viðburði, hluti og staði sem eru yngri en þeir báðir. Birkir hendir svo Daða í „Ertu skarpari en skólakrakki“ leik og Dagbók Birkis lítur dagsins ljóss í fyrsta og kannski síðasta skipti, svo auðvitað rekur Dagbók Daða lestina í lokin.

    Más Menos
    40 m
  • The 80´s
    Jul 7 2024

    Þáttur dagsins er eiginlega búbblur, bjór og Jager!

    Við byrjum á ranti um hunda út af einhverju, það bara byrjaði einhvernveginn, Daði talar um hundaárás sem hann lenti í og Birkir segir okkur frá því þegar hann rétt slapp frá mannætuvillihundum á Krít.

    En svo er það málefni þáttarins, the 80´s eða áttundi áratugurinn!

    Hvor er svalari, Gen X eða Millennials? Hver man ekki eftir VHS, floppy diskum, prime time Michael Jackson, Alf, Rubik´s Cube, Garbage Pail Kids, boomboxum, Walkman, breikdans, ógeðslegu 80´s fötunum og He-man og mörgu mörgu fleiru, eflaust margir sem muna ekkert eftir þessu, en við gerum það og fjöllum um þetta og margt fleira sem var hér og þar á áttunda áratugnum, sem var helvíti magnaður áratugur!

    Más Menos
    48 m
  • Skrítnar íþróttir
    Jun 30 2024

    Í þessum þætti förum við yfir skrítnar íþróttagreinar eins og Chess boxing, Camel jumping, Man Vs Horse maraþon, Cheeserolling, Wife carrying, Fireball football og Beer mile, en allt eru þetta viðurkenndar greinar í sínu landi, eða eins viðurkenndar og hægt er, þetta er brot af því sem við förum yfir, við ræðum einnig stórafreksíþróttaferlana okkar, hefði Birkir endað í landsliðinu í körfubolta? Gat Daði eitthvað í einhverju? Birkir tekur svo rant um ræktina, gallaðan BMI skala og Ozempic, og hvor okkar hefur aldrei séð Harry Potter?? Svo endar þetta á því að Birkir fer í einstaklega ruglandi leik og Dagbók Daða lætur sig ekki vanta...

    Más Menos
    46 m
  • Kvikmyndablaður
    Jun 23 2024

    Við sitjum uppi með Davíð og Þröst, þeir hreinlega neita að yfirgefa stúdíóið, þeir taka þátt í umræðuefni þessa þáttar sem er blaður og þvaður um hinar og þessar kvikmyndir, og allt þetta í lýsingu manna sem eru allir komnir vel í glas. Hver er hin fullkomna mynd? Hvaða myndir þolum við ekki? Hvaða myndir eru okkar Guilty Pleasure, og af hverju getur Birkir ekki sagt Guilty Pleasure og Saving Private Ryan?

    Más Menos
    41 m
  • The Noughties
    Jun 16 2024

    Í þessum þætti förum við yfir The 2000´s eða The Noughties eins og það kallast víst. Ja hvað gerðist? Sem dæmi af því sem við förum yfir er það að iPodinn mætti, myspace, netflix, hrunið, rosalegir sjónvarpsþættir fóru af stað, svakalegar bíómyndir, Halli í Botnleðju hefði getað verið trommarinn í Coldplay og við sluppum með skrekkinn þar sem að Y2K varð ekki að raunveruleika, en hvað í raun var það? Svo förum við í spurningakeppni þar sem við gáum hvort meðstjórnandi þáttarins eða makar okkar þekki okkur betur, Birkir fann upp lausn við fatastærðarvandamáli heimsins, mjög djúp pæling, og auðvitað er Dagbók Daða í þættinum...Daða til mikillar gleði...

    Más Menos
    55 m
  • Húmor
    Jun 9 2024

    Davíð og Þröstur heimsækja okkur í þessum þætti til að tala um húmor! Þú vilt ekki missa af þessum þar sem við förum í geggjaða pabbabrandarakeppni! Vissir þú að það var hláturfaraldur árið 1962? Hann var töluvert skemmtilegri en Covid. Þarf maður virkilega að hafa svo miklar áhyggjur af Cancellation Nation? Við rifjum upp vandræðalegar sögur af okkur úr fortíðinni sem tengjast prumpi, lituðum hökutoppum, tveimur gömlum konum í Kringlunni sem spyrja Birki hvort hann sé í G-streng og á hversu marga bíla hefur Davíð bakkað á sem voru í eigu Daða? Þættinum er svo lokað á tveimur sprengjum þar sem Daði hefnir sín fyrir árekstrana!

    Más Menos
    1 h y 10 m
  • Blæti
    Jun 2 2024

    Blæti! Hvað er blæti, hvernig blæti eru til? Dr. Birkir og Dr. Daði leggjast hér yfir hin ýmsu blæti mannkynsins. Sumt skrítið, annað eitthvað annað, hér er enginn að dæma, við erum bara að velta steinum og hafa gaman. Stórar spurningar sem við svörum er t.d. hvað er soft vore, hvað er hard vore, hvað er gasmasking blæti, við förum yfir þetta allt saman og miklu fleira. Við hringjum einnig í góðvin þáttarins hann Davíð og skoðum blætin hans. Svo fer Birkir í skemmtilegan leik!

    Más Menos
    42 m
  • Supernatural
    May 26 2024

    Hér ræðum við um hið yfirnáttúrulega, það hljómaði bara eitthvað svo miklu betur að skíra þáttinn „Supernatural“ frekar en „Yfirnáttúrulegt“. Þabbaraþannig! En í þessum þætti fáum við góða gesti, þá Davíð og Þröst sem voru með okkur í trúmálsþættinum sem fékk rosalegar góðar viðtökur og eiginlega bara sló í gegn! Núna tökum við fyrir t.d. drauga, vampírur, varúlfa, uppvakninga (zombies), Bigfoot sem virðist vera til út um allan heim, hafmeyjur og margt fleira. Förum aðeins yfir það af hverju það er svona erfitt að segja lirfa og að sjálfsögðu barst Birki bréf úr dagbók Daða...enn eitt skiptið!

    Más Menos
    53 m