Forysta & samskipti

De: Háskólinn á Akureyri
  • Resumen

  • Í hlaðvarpinu er fjallað um ýmsa þætti sem falla undir forystu og samskipti , eins og farsæla forystu og stjórnun, árangursrík samskipti, samningatækni, lausn ágreinings og vandamála o.fl. Sigurður fær til sín fólk sem er að fást við ólíka hluti og deilir með okkur mismunandi þekkingu og reynslu. Umsjón: Sigurður Ragnarsson, forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri og stjórnenda- og forystuþjálfari.
    Copyright 2023 All rights reserved.
    Más Menos
Episodios
  • 05: Kjartan Sigurðsson lektor við HA og nýsköpunar- og frumkvöðlagúru
    Sep 19 2024

    Kjartan er hafsjór af reynslu og fróðleik og ræðir og fræðir okkur um allskonar hluti á sviði nýsköpunar og frumkvöðlamennsku, þ.á.m. félagslega nýsköpun (e. Social innovation) og hvað einkennir afburða frumkvöðla. Í tengslum við samskipti og nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun undirstrikar hann meðal annars mikilvægi þess að stjórnendur tali við starfsfólkið sitt. Einnig er komið inná fortíð Kjartans sem er margþætt en hefur nýst honum vel í leik og starfi. Hann hefur starfað fyrir mörg fyrirtæki sem og kennt og starfað við fleiri háskóla, þ.á.m. Háskólann í Reykjavík og University of Twente í Hollandi. Einnig segir Kjartan okkur frá samstarfinu við Drift EA, sem er sjálfstætt og óhagnaðardrifið félag um nýsköpun og frumkvöðlastarf sem nýlega varð að veruleika.

    Más Menos
    1 h y 11 m
  • 04: Eyjólfur Guðmundsson
    Jun 18 2024

    Gestur Sigurðar í þættinum er Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor Háskólans á Akureyri.

    Eyjólfur hefur verið rektor HA síðustu tíu ár. Áður var hann sviðsstjóri greiningar og aðalhagfræðingur hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP; og þar áður forseti viðskipta- og raunvísindadeildar HA. Eyjólfur segir okkur frá ýmsum þáttum í starfi sínu, til dæmis hvað skiptir mestu máli í tengslum við að leiða og taka ákvarðanir. Hann lýsir einnig þremur megin áskorunum í starfi sínu sem rektor: Í fyrsta lagi eru það samskiptin við stjórnvöld; í öðru lagi stjórnun í akademísku samfélagi; og í þriðja lagi, sú áskorun að standa sig í hinu alþjóðlega samhengi. Margt fleira kemur til tals eins og möguleg sameining við Háskólann á Bifröst og háskólaumhverfi framtíðarinnar sem hann telur verða mikið breytt miðað við í dag, það verði mun hraðara og dýnamískra. Eyjólfur tengir meðal annars gervigreindina við þessar breytingar.

    Í tengslum við umræðu um forystu og stjórnun tekur Eyjólfur dæmi um marga leiðtoga, eins og Elon Musk, Steve Jobs, Angelu Merkel, Winston Churchill og fleiri. Um áskorun í starfi varðandi samskipti við stjórnvöld segir Eyjólfur meðal annars: ,,Svo ég orði það pent, þá erum við alltaf í baráttu við að fá viðurkenningu, eiginlega viðurkenningu þess að við séum stofnun þess virði fyrir suðurvaldið, ég kalla það suðurvaldið, að veita okkur athygli. Það getur verið mjög mismunandi eftir ráðherrum, það getur verið mjög mismunandi eftir tímabilum; hefur stórbatnað á þessum 10 árum en á sama tíma er það svolítið ennþá fast í sama fari.“ Einnig má nefna að Eyjólfur lýsir því hvernig, að hans mati, jafningjastjórnun gengur ekki upp í háskólaumhverfinu.

    Más Menos
    1 h y 8 m
  • 03: Forsetakosningarnar - Grétar Þór Eyþórsson
    Apr 30 2024

    Gestur Sigurðar í þessum þætti er Grétar Þór Eyþórsson, forseti Viðskiptadeildar HA og prófessor í stjórnmálafræði. Grétar Þór hefur leitt starf Viðskiptadeildar HA síðustu fjögur ár og hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi, fræðimaður og kennari. Hann er t.d. fyrrum forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og hefur sinnt stjórnmálaskýringum í fjölmiðlum í áraraðir. Grétar Þór hefur því mikla reynslu þegar kemur að forsetakosningum á Íslandi og þekkir vel sögu þeirra og hlutverk forsetans. Hann ræðir m.a. hvað er frábrugðið við þessar kosningar í samanburði við fyrri kosningar. Farið er yfir hóp þeirra frambjóðenda sem virðast helst koma til greina og velt fyrir sér stöðu þeirra og möguleikum. Margt fleira kemur til tals eins og hvað einkennir góðan forseta og hvernig baráttan mögulega þróast fram að kosningum. Einnig er leitað svara við spurningum eins og ,,hvers vegna er mikilvægt fyrir forseta að hlusta?“ og ,,hvaða forystuhæfileikar skipta máli?“

    Más Menos
    48 m

Lo que los oyentes dicen sobre Forysta & samskipti

Calificaciones medias de los clientes

Reseñas - Selecciona las pestañas a continuación para cambiar el origen de las reseñas.