Episodios

  • #20 - Erla Gerður Sveinsdóttir - Sérfræðilæknir við meðferð offitu
    May 28 2024

    Erla Gerður Sveinsdóttir er viðmælandi í þessum tuttugasta þætti.

    En hún hefur lengi brunnið fyrir málefnum um offitu og hefur meðal annars starfað í offituteyminu á Reykjalundi, var ein af stofnendum Heilsuborgar og nú síðustu ár hefur hún starfað hjá Mín besta heilsa.

    Umræðuefni þessa þáttar er meðal annars aðgerðirnar frá sjónarhóli læknis. Og svo ræðum við einnig um þessi lyf við offitu en ávísun þessara lyfja hefur stóraukist á síðustu árum.

    Más Menos
    1 h y 20 m
  • #19 - Katrín Alexandra Helgudóttir - Hjáveita "Ég vaknaði og ég hef aldrei á ævinni upplifað annan eins sársauka"
    May 22 2024

    Katrín Alexandra Helgudóttir (Kata) starfar sem sjúkraliði á bráðamóttökuni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

    Hún segir okkur frá hennar vegferð að betra lífi. Það var í apríl 2023 sem hún gekkst undir hjáveitu á Klíníkinni.

    Kata hefur verið opin með ferlið sitt og segir frá reynslu sinni og skrásetur ferlið á Instagram. En þar er hún undir notendanafninu @hjaveitu_lifid

    Más Menos
    42 m
  • #18 Konráð Logi Fossdal - Mini-Hjáveita - "Ég fann það bara, ég gat ekkert hlaupið á eftir þeim"
    May 7 2024

    Konráð Logi Fossdal er Akureyringur í húð og hár. Árið 2022 fór hann í mini-hjáveitu í gegnum klíníkina. Ákvörðunina tók hann eftir að hann eignaðist börn og sá fyrir sér að líkamlegt ástand þyrfti að vera betra til þess að geta sinnt og leikið við börnin.

    Í þættinum ræðum við einnig kæfisvefn en Konni greindist með eins alvarlegan kæfisvefn og hann getur orðið.

    Más Menos
    41 m
  • #17 Rafn Heiðar Ingólfsson - Hjáveita - "Púkinn á öxlinni á mér sagði mér það að ef ég færi nú í þessa aðgerð að þá yrði nú lífið bara miklu betra"
    Apr 30 2024

    Rafn Heiðar Ingólfsson, matreiðslumeistari, eða Rabbi eins og hann er gjarnan kallaður ólst upp á Fáskrúðsfirði hjá ungri einstæðri móður.

    Árið 2008 flutti hann til Danmerkur og var á mjög slæmum stað andlega og taldi ástæðuna fyrir þessari vanlíðan vera ofþyngdin og var viss um að þegar hann væri orðinn grannur yrði allt betra. Árið 2011 gekkst hann undir magahjáveitu í gegnum danska heilbrigðiskerfið. Rabbi segir okkur frá því hvernig það var að fara í gegnum ferlið í Danmörku og ræðir opinskátt um baráttuna við fíknina.

    Más Menos
    48 m
  • #16 Sólveig Sigurðardóttir - Hjáveita - "Þetta var sjokk þegar mér var sagt að þetta væri eini kosturinn fyrir mig"
    Apr 23 2024

    Sólveig Sigurðardóttir hefur lengi talað fyrir heilbrigðum lífstíl á blogginu sínu Lífstíll Sólveigar. Hún ætlaði aldrei í efnaskiptaaðgerð en fyrir tveimur árum greindist hún með vélindasjúkdóminn Barretts sem leiddi til þess að hún gekkst undir hjáveituaðgerð í Malmö í ágúst 2023. Hún er formaður SFO (Samtök fólks með offitu og aðstandendur þeirra) og ræðum við bæði hennar reynslu af magahjáveitu sem og því hvernig stóð á því að til urðu sérstök samtök fólks með offitu.

    Más Menos
    1 h y 24 m
  • #15 Linda Skarphéðinsdóttir - Magaermi - "Já, þú fórst bara í aðgerð, þú ert ógeðslega löt."
    Apr 16 2024

    Linda Skarphéðinsdóttir fór í magaermi árið 2019 og í framhaldinu fór svo að læra einkaþjálfun.


    Linda segir sögu sína í þessum þætti.

    Más Menos
    51 m
  • #14 Jóhannes Geir Númason - Hjáveita - "...þú þarft að drífa þig að gera þetta. Þetta er það sem þú átt að gera."
    Apr 9 2024

    Jóhannes Geir Númason er kjötiðnaðarmeistari sem vatt kvæði sínu í kross og gerðist grunnskólakennari.

    Hann hafði lengi haft fordóma fyrir því að fara í efnaskiptaaðgerð, taldi þetta auðveldu leiðina og hann gæti þetta alveg sjálfur. Árið 2019 sagði hann hingað og ekki lengra og fór í hjáveitu.

    Más Menos
    1 h y 21 m
  • #13 Íris Hólm Jónsdóttir - Magaermi - "Það kom svona lowpoint hjá mér þegar ég braut klósettsetuna heima hjá mér"
    Apr 2 2024

    Íris Hólm Jónsdóttir er söngkona úr Mosfellsbæ.

    En hún steig sín fyrstu skref í sjónvarpsþáttunum X-Factor og hefur síðan þá brallað ýmislegt. Sungið með Frostrósum, á jólatónleikum Siggu Beinteins, tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins svo eitthvað sé nefnt.

    Í júní 2021 gekkst Íris undir magaermi á Klíníkinni.

    Más Menos
    49 m