Episodios

  • Fólkið á götunni - Kristinn Magnússon
    Dec 14 2023

    Kristján Örn Elíasson með þáttinn Fólkið á götunni. Í þættinum koma fram þau Kristinn Magnússon baráttumaður fyrir mannréttindum útigangsmanna og gegn fíknisjúkdómum, blús söngkonanan Þollý Rósmundsdóttir og Sigfús Valdimarsson fyrrverandi útigangsmaður. Þau segja sögur af kerfinu sem bregst og veitir ekki þá þjónustu sem nauðsynleg er. Þau segja sögur af fólki sem hefur ekki húsaskjól og fólki sem hefur frosið í hel. Þau frumflytja lag sem heitir Útigangur og er eftir þau sjálf og Emil Hreiðar Björnsson.

    Más Menos
    52 m
  • Forræðisdeilur og framsalsmál - Helga Vala Helgadóttir
    Dec 13 2023

    Kristján Örn ræðir við Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi alþingismann og lögmann um forræðisdeilur og framsalsmál á Íslenskum ríkisborgurum til annarra landa með hliðsjón af framsalsmáli Eddu Arnardóttur til Noregs fyrir skömmu og um hagsmuni barna í slíkum málum 13. des. 2023

    Más Menos
    56 m
  • Ástandið í Grindavík og Suðurnesjum. Kristján Örn Elíasson mætti í þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu við Tryggvagötu
    Nov 21 2023

    Ástandið í Grindavík og Suðurnesjum. Kristján Örn Elíasson mætti í þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu við Tryggvagötu í gær þar sem fjölmiðlum var boðið að skoða aðstæður. Þar voru mættir fjölmargir Grindvíkingar, ráðherrar og sveitarstjórnarmenn af suðurnesjum.

    Kristján Örn birtir viðtöl við Fannar Jónasson bæjarstjória i Grindavík, og Ásrúnu Helgu Kristinsdóttur forseta bæjarstjórnar Grindavíkur, Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra og Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra í Reykjanesbæ um stöðu mála á Suðurnesjum og í Grindavík.

    Más Menos
    51 m
  • Arngrímur Pálmason um nýja lagasetningu sem gerir ráð fyrir rafrænum aðfarargerðum
    Nov 2 2023

    Stjórnsýslan. Kristján Örn og Arngrímur Pálmason um nýja lagasetningu sem gerir ráð fyrir rafrænar aðfarargerðum

    Más Menos
    54 m
  • Upptaka frá fundi Arnars Þórs Jónssonar um Fullveldið og Bókun 35
    Oct 18 2023

    Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi héraðsdómari hefur farið víða um landið síðustu daga til að ræða við fólk um sjálfstæðisstefnuna og þá sérstaklega þann kjarna sem snýr að sjálfákvörðunarrétti okkar sem einstaklinga - og sem þjóðar.
    Arnar hefur í þessum tilgangi mætt á fundi í Sandgerði, á Akranesi, Akureyri og á Eskifirði, ekki aðeins til að tala, heldur líka til að hlusta.
    Kristján Örn ákvað að fara á einn slíkan fund en upptakan er frá fundinum sem haldinn var í Tónbergi, tónleika og ráðstefnusal Tónlistarskólans á Akranesi.

    Más Menos
    1 h y 19 m
  • Björn Sævar Einarsson frá Bindindissamtökum Íslands
    Jul 27 2023

    Í dag ræðir Kristján Örn Elíasson við Björn Sævar Einarsson veðurfræðingur frá Bindindissamtökum Íslands um baráttumál þeirra gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu í landinu. 27. júlí 2023 --- Nú eru framundan bæjarhátíðir víða um land og það styttist í verslunarmannahelgina þar sem margvísleg óhöpp verða sem rekja má til áfengis eða fíkniefnaneyslu.

    Más Menos
    44 m
  • Stjórnsýsla og neytendamál - Breki Karlsson
    Jul 11 2023

    Stjórnsýsla og neytendamál í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar en hann ræðir við Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum um vaxtamálið en Neytendasamtökin hafa stefnt stóru bönkunum þremur fyrir EFTA dómstólinn í Lúxemborg til ógildingar skilmála bankanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Þetta gera Neytendasamtökin til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum en samtökin telja skilmála velflestra lána með breytilegum vöxtum vera ólöglega. Þeir munu ræða um Cretditinfo eða Lánstraust, persónuvernd, fjármálalæsi og væntanlega eitthvað fleira áhugavert og upplýsandi.

    Más Menos
    51 m
  • Stjórnsýsla og Neytendamál - Guðmundur Ásgeirsson og Björn Þorri Viktorsson
    Jun 30 2023

    Annar þáttur um stjórnsýslu og neytendamál Kristján Örn mun fjalla um nauðunarsöluna í Reykjanesbæ og spurt verður:
    Hvernig getur svona gerst. Húsnæði selt á 3 milljónir á nauðungarsölu en verðmæti eignar talið vera 54 milljónir. Þá verður fjallað almennt um réttarstöðu fólks þegar það hreppir þá stöðu að missa heimili sitt á nauðungarsölu. Kristján ræðir við þá Guðmund Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Björn Þorra Viktorsson hæstaréttarlögmann um þessi mál.

    Más Menos
    56 m