Episodios

  • 071 - Arnar Sigurðsson - Ferðast um heiminn og skorað á sjálfan sig
    Jul 19 2024

    Arnar er ekki þekktur fyrir að velja einföldustu leiðina í lífinu og hefur gaman af krefjandi áskorunum og hefur sem dæmi tæklað: 7x7 róður, Concept Iron Man, farið í gegnum eina erfiðustu Spartan Race Ultra keppni sem fyrirfinnst og margt fleira.

    Arnar hefur búið með sinni fjölskyldu víða í heiminum og við förum yfir mismunandi menningarheima og upplifun Arnars á þeim.

    Arnar býr í Belgíu í dag á samt sinni konu (Ingu Þóru) og börnum og starfar í dag hjá Rogue Fitness. Inga Þóra rekur Crossfit stöð í Belgíu þar sem þau hjón æfa öllu jafna.

    -------------------------------------------------------------------------------- - Arnar Sigurðsson á Instagram: https://www.instagram.com -------------------------------------------------------------------- - Heimassíða UltraForm: ultraform.is - Instagram Sigurjón: https://www.instagram.com/sigurjonernir/ - Instagram UltraForm: https://www.instagram.com/ultraform.is/
    Más Menos
    1 h y 41 m
  • 070 - Anna Berglind Pálmadóttir - Ótrúleg endurkoma eftir slæmt slys á Esjuni
    Jul 5 2024

    Anna Berglind Pálmadóttir hefur lengi verið í fremri röð hlaupara hér á landi og sínt sig og sannað á brautinni jafnt sem í utanvegahlaupum.

    Sigurjón og Anna fara um víðan völl í spjallinu og fara yfir hennar íþróttaferil sem byrjaði í þolfimi í ræktinni, færðist yfir í Crossfit og keppti svo í 5 km hlaupi sér til gamans þar sem hún rúllaði undir 20 min líkt og ekkert væri sjálfsagðara.

    Anna lenti einnig í alvarlegu slysi í Esjuni fyrir nokkrum árum sem hún hefur náð að jafna sig ótrúlega vel af í dag en háir henni þó enþá daglega að einhverju leyti.

    -------------------------------------------------------------------------------- - Anna Berglind á Instagram: https://www.instagram.com/annaberglindp/ -------------------------------------------------------------------- - Heimassíða UltraForm: ultraform.is - Instagram Sigurjón: https://www.instagram.com/sigurjonernir/ - Instagram UltraForm: https://www.instagram.com/ultraform.is/
    Más Menos
    1 h y 48 m
  • 069 - Sólveig Kristín - Búlemía, þunglindi, sjálfsvígshugsanir, lipidimía - Bætt heilsa til sigurs
    Jun 21 2024

    Sólveig Kristín hefur heldur betur áhugaverða sögu að segja. Bulemía, þunglindi, sjálfsvíshugsanir, slæm meltingarvandamál og libidimía eru allt vandamál sem getur verið mjög erfitt bæði að greina, fá aðstoð við og hvað þá sigrast á.

    Með bættum lífstíl og mjög sterku hugarfari náði Sólveig að sigrast nánast alveg á sínum heilsufarskvillum og er komin á órtúlega góðan stað í dag.

    Sólveig segir sína sögu og deilir góðum leiðum til að bæta sinn lífstíl inná instagram aðgangnum Sólskins Líf

    --------------------------------------------------------------------------------
    - Sólveig Kristín (Sólskins Líf) á Instagram: https://www.instagram.com/solskins.lif/ -------------------------------------------------------------------- - Heimassíða UltraForm: ultraform.is - Instagram Sigurjón: https://www.instagram.com/sigurjonernir/ - Instagram UltraForm: https://www.instagram.com/ultraform.is/
    Más Menos
    1 h y 42 m
  • 068 - Heimsmeistaramótið í Hyrox og Hengill Ultra 2024
    Jun 9 2024

    Hlaðvarpsþáttur 68 er tekin upp í Frakklandi í þetta skiptið og það daginn eftir heimsmeistaramótið í HYROX 2024. Við ræddum við Íslenska keppendur á heimsmseistaramótinu Kristjönu sem hafnaði í 2 sæti í sínum aldursflokk (Kíkiði endilega á þátt 20 með henni), Jóhönnu Júlíu sem var 7 í sínum aldursflott og síðast en ekki síst Ástu og Árdísi sem urðu heimsmeistarar í paraflokk kvk 60-69 ára rúmum 4 tímum áður en ég náði þeim í spjall.

    Við heyrðum einnig í sigurvegurum og vel völdum keppendum í Hengil Ultra þar sem fólk keppti í hinum ýmsu vegalengdum 106 - 53 og 10 km.

    ATH: Hengill Ultra spjallið var tekið gegnum síma svo við biðjumst afsökurnar á hljóðgæðum.

    -------------------------------------------------------------------------------- - Heimassíða UltraForm: ultraform.is - Instagram Sigurjón: https://www.instagram.com/sigurjonernir/ - Instagram UltraForm: https://www.instagram.com/ultraform.is/
    Más Menos
    1 h y 26 m
  • 067 - Kristján Svanur - Reglulega út fyrir þægindaramann og þvílíkar bætingar í götuhlaupum
    May 24 2024
    Kristján Svanur verður seint þekktur fyrir að fara bara einföldustu leiðina í lífinu !!!

    Kristján er ófeimin við að prófa sig áfram og flutti ekki alls fyrir löngu til Barcelona með lítið sem ekkert langtímaplan en dass af jákvæðni og gott hugarfar.

    Kristján er búin að koma sér vel fyrir úti og var ekki lengi að finna sér góða stúlku og æfir þar hlaup af kappi, Hann hefur stórbætt sína tíma í helstu götuhlaupum og hljóp 42,2 km á 2:29 klst í Valencia, 10 km á 32:59 min og núna síðast 5 km á 15:32 min. --------------------------------------------------------------------------------
    - Kristján á instagram: https://www.instagram.com/kristjansvanur/ -------------------------------------------------------------------- - Heimassíða UltraForm: ultraform.is - Instagram Sigurjón: https://www.instagram.com/sigurjonernir/ - Instagram UltraForm: https://www.instagram.com/ultraform.is/
    Más Menos
    2 h y 2 m
  • 066 - Bakgarðshetjurnar þrjár og Íslandsmetið - Mari, Elísa og Andri
    May 10 2024
    Mari, Elísa og Andri rúlluðu up nýju Íslandsmeti í Bakgarðskeppni í Öskjuhlíðini núna 4. maí 2024 þegar þau hlupu saman yfir 50 hringi í Bakgarðskeppninni (335 km).

    Þau voru seint södd eftir það það og Andri kláraði 52 hringi og Elísa 56 og var 63 mín með hring 57 sem gerði það að verkum að Mari satt uppi sem sigurvegari með 57 hringi eða 382 km.

    Sigurjón náði þeim öllum í spjall og fór yfir æfingar fyrir keppni, útfærslu, hugarfar, næringu, dimma dali og svo margt margt fleira.

    --------------------------------------------------------------------------------
    - Elísa á instagram: https://www.instagram.com/elisakristins/ - Andri á instagram
    https://www.instagram.com/andri_gudmundsson/
    - Mari á instagram:
    https://www.instagram.com/mari_jaersk/ -------------------------------------------------------------------- - Heimassíða UltraForm: ultraform.is - Instagram Sigurjón: https://www.instagram.com/sigurjonernir/ - Instagram UltraForm: https://www.instagram.com/ultraform.is/
    Más Menos
    1 h y 36 m
  • 065 - Bergur Vilhjálmsson - 100 km með prowler og lífið hjá Berg - Hluti 2/2
    May 6 2024
    Sigurjón náði Bergi í annað spjall eftir 100 km prowler gönguna þar sem þeir fóru yfir áskorunina ásamt því að kafa vel í lífstíl og vinnu (slökkvilisstarf) hjá Bergi.

    Óhætt er að segja að Bergur sé afar agaður í mataræði jafnt sem æfingum og mættu margir taka sér hans viðhorf til heilsu jafnt sem lífsins til fyrirmyndar. --------------------------------------------------------------------------------
    - Bergur á instagram: https://www.instagram.com/bergurvil/ -------------------------------------------------------------------- - Heimassíða UltraForm: ultraform.is - Instagram Sigurjón: https://www.instagram.com/sigurjonernir/ - Instagram UltraForm: https://www.instagram.com/ultraform.is/
    Más Menos
    2 h y 5 m
  • 064 - Andrea Kolbeinsdóttir - Okkar allra öflugasta utanvega jafnt sem götuhlaupakona
    Apr 26 2024
    Andrea Kolbeinsdóttir kom í spjall daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi í Víðavangshlaupi ÍR á tímanum 16:38 min. En þessa má til gamans geta að hún er íslandsmeistari í 5-10-21,1 og 42,2 km í dag.

    Andrea er einnig öflugasta fjallahlaupakona okkar Íslendinga og hefur náð alveg mögnuðum árangri hér heima í helstu utanvegahlaupum jafnt sem erlendis.

    Sigurjón og Andrea fara um víðan völl og taka fyrir keppnir, æfingar, endureimt, næringu og margt fleira. --------------------------------------------------------------------------------
    - Andrea á instagram: https://www.instagram.com/andreakolbeins/

    -------------------------------------------------------------------- - Heimassíða UltraForm: ultraform.is - Instagram Sigurjón: https://www.instagram.com/sigurjonernir/ - Instagram UltraForm: https://www.instagram.com/ultraform.is/
    Más Menos
    1 h y 34 m