Við Skákborðið

De: Útvarp Saga
  • Resumen

  • Vikulegir þættir um skák á innlendum og erlendum vettvangi í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar alþjóðlegs skákdómara.
    © 2023 Útvarp Saga
    Más Menos
Episodios
  • Filippseyjar og Íslandsmótið í netskák: Þorvarður Fannar Ólafsson og Birkir Karl Sigurðsson
    Aug 14 2024

    Gestir þáttarins eru skákmeistararnir Þorvarður Fannar Ólafsson og Birkir Karl Sigurðsson. Þorvarður hefur margoft heimsótt Filippseyjar en eiginkona hans er ættuð frá borginni San Carlos sem er á eyju sem heitir Negros. Hann segir sögu af ferðalagi sínu á fjölmennt helgarskákmót sem haldið var í borginni Bacolod og kynnum sínum af grjóthörðum filippseyskum skákmönnum. Þorvarður segir það algengt að teflt sé upp á peninga í verslunarmiðstöðvum og því oft viðhöfð ýmis brögð í tafli eins og að hagræða úrslitum á efstu borðum í lokaumferðum skákmóta. Í síðari hluta þáttarins var slegið á línuna til Birkis Karls Sigurðssonar þáttastjórnanda hjá Chess After Dark en hann hefur komið að skipulagningu á Íslandsmótinu í netskák sem hefst 25. ágúst nk. Óánægju hefur orðið vart hjá einhverjum skákmönnum þar sem 13 keppendur af 16 fá boðsæti beint í útsláttarkeppnina og þurfa því ekki að tefla í sjálfri undankeppninni eins og aðrir skákmenn til að tryggja sér sæti í mótinu. Þrír af sterkustu netskákmönnum landsins fengu ekki boð en það eru alþjóðlegu meistararnir Arnar Gunnarsson, Jón Viktor Gunnarsson og Davíð Kjartansson en þeir hafa margoft orðið Íslandsmeistarar í netskák og staðið uppi sem sigurvegarar á sterkum netskákmótum undanfarin ár. Einnig hefur það vakið athygli að Rafíþróttasamband Íslands heldur mótið en ekki Skáksamband Íslands. Há peningaverðlaun eru í boði en verðlaunafé er ein milljón króna og verður sýnt beint frá mótinu á Sjónvarpi Símans. Heyra má svar Birkis Karls við ofangreindum athugasemdum í þættinum.

    Más Menos
    56 m
  • Vinaskákfélagið: Hörður Jónasson forseti og Róbert Lagerman gjaldkeri
    Aug 7 2024

    Gestur Kristjáns Arnar í skákþættinum í dag er Hörður Jónasson, forseti Vinaskákfélagsins en Vinaskákfélagið hlúir að skáklífinu í Vin jafnframt því að efna til viðburða í þágu fólks með geðraskanir í samvinnu við athvörf, búsetukjarna, geðdeildir, félagsamtök og einstaklinga. Í síðari hluta þáttarins spjalla þeir einnig símleiðis við Róbert Lagerman gjaldkera Vinaskákfélagsins og fyrrverandi forseta þess en hann er nýkominn heim úr enn einni skákferðinni til Grænlands. Í þættinum segir Hörður frá hvernig hann kynntist skákinni fyrst, hvernig hann hóf að vinna fyrir Vinaskákfélagið, var kosinn í stjórn þess og tók loks við embætti forseta félagsins árið 2022. Hörður fór yfir tilgang, stefnu og markmið Vinaskákfélagsins og segir það öðruvísi en flest önnur skákfélög. Hann talaði um alþjóðlega geðheilbrigðismótið, jólaskákmótið á Kleppi, heimsóknir í athvörf og búsetukjarna til að gefa skáksett og klukkur, Hrafn Jökulsson og fleira gott fólk sem kom að stofnun Vinaskákfélagsins árið 2003 og hefur starfaði og keppt fyrir félagið.

    Más Menos
    58 m
  • Upprennandi stórstjarna: Katrín Ósk Tómasdóttir 9 ára skáksnillingur
    Jul 31 2024

    Það var fjölmennt og góðmennt Við skákborðið í dag. Kristján Örn tók á móti feðginunum Katrínu Ósk Tómasdóttur 9 ára og Tómasi Tandra Jóhannssyni ásamt FIDE meistaranum Halldóri Grétari Einarssyni fv. formanni skákdeildar Breiðabliks og fv. varaforseta Skáksambands Íslands. Síðar í þættinum bættist svo við FIDE meistarinn og skákkennarinn Björn Ívar Karlsson símleiðis frá Vestmannaeyjum en hann var mættur þar snemma til að taka þátt í Þjóðhátíðinni í ár. Umræðuefnið í þættinum er stuttur en glæsilegur skákferill Katrínar Óskar en hún hefur aðeins æft og telft skák síðan í febrúar á þessu ári en hún æfir hjá Haukum í Hafnarfirði undir leiðsögn Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur og Auðbergs Magnússonar. Áhugann fékk hún fyrst þegar hún tefldi drepskák við Sjöfn ömmu sína og þegar hún var í 3. bekk í Hvaleyrarskóla en þar var kennd skák undir handleiðslu Steinars Stephensen og Ægis Magnússonar. Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari hefur tekið Katrínu Ósk í einkatíma, eftir að hafa heyrt margt gott um hana, og undirbýr hana m.a. undir þátttöku í EM ungmenna sem fer fram í Prag í Tékklandi síðar í sumar. Í þættinum er rætt var um skák hjá yngstu kynslóðinni, samskipti við foreldra, æfingar og styrkjamál og hvernig best væri hægt að koma til móts við þarfir ungra og efnilegra skákbarna og unglinga.

    Más Menos
    56 m

Lo que los oyentes dicen sobre Við Skákborðið

Calificaciones medias de los clientes

Reseñas - Selecciona las pestañas a continuación para cambiar el origen de las reseñas.