KISS Army Iceland Podcast  By  cover art

KISS Army Iceland Podcast

By: KISS ARMY ICELAND
  • Summary

  • Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Atli Hergeirsson
    Show more Show less
Episodes
  • 089 - Miklu meira en spenntir!
    Mar 23 2024
    Ace Frehley gaf út sína tíundu sólóplötu á dögunum. Þar sem hann er orðinn 73 ára gæti vel farið svo að um svanasöng Ása sé að ræða, hver veit? Er þessi plata nægilega góð til að vera hans síðasta? Hér förum við yfir það allt saman og hendum meira að segja í stigagjöf upp á gamla mátann. Við skemmtum okkur konunglega við greininguna á þessari plötu sem kallinn nefndi svo 10,000 Volts og vonum við að áhlustun á þáttinn sé með svipað skemmtanagildi. Rokk & Ról !

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show more Show less
    3 hrs and 35 mins
  • 088 - Føroyskur Forsetur í Gøtu? (1977 - seinni hluti)
    Feb 22 2024
    Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1977 hjá okkar mönnum. Þetta er árið sem þeir toppuðu og áttu heiminn, enda á yfirborðinu var ekkert nema bjart framundan. Yfirferð okkar í hinu sögulega ljósi heldur hér áfram. Forsetinn kemur með sláandi "fréttir" og Starpower gluggar í Tímann og segir okkur helstu fréttir af Enterprise áætlunum Bandaríkjamanna ásamt öðru afar krassandi stöffi. Þá skoðum við óborganlegan tónleikadóm frá þessu ári og heyrum líka viðtal við Bon heitinn Scott frá 1.nóvember 1977 þar sem hann talar um væntanlegt upphitunargigg AC-DC fyrir KISS. Þetta allt og svo miklu, miklu meira í þættinum að þessu sinni.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show more Show less
    3 hrs and 17 mins
  • 087 - Tugur, tólf & tríó (1977 - fyrri hluti)
    Feb 10 2024
    Við erum komin að árinu 1977 í þessari sögulegu yfirferð okkar um KISSÖGUNA. Sennilega er þetta ár það ár sem okkar menn eru algerlega á toppnum á sínum ferli. En þetta er líka árið þar sem maskínan fer að liðast í sundur. KISS fá sín fyrstu verðlaun á ferlinum og það fyrir lagið Beth. Spurning hvort að sú staðreynd hafi ekki gillað egóið hans Peter ansi vel? Okkar menn gáfu út eina hljóðversplötu á þessu ári og eina tónleikaplötu en þetta er einmitt árið þar sem Ace þorði að byrja syngja. Tónleikaferðirnar voru hins vegar þrjár þetta árið, alveg ótrúlega viðburðaríkt ár hjá okkar mönnum svo ekki sé meira sagt. Hér förum við yfir það allra helsta eins og okkur er lagið og berum það saman við söguna í þessum fyrri hluta á árinu 1977. Þá skoðum við auðvitað líka hvað "KISS heimar" bjóða okkur upp á um þessi misserin.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show more Show less
    3 hrs and 33 mins

What listeners say about KISS Army Iceland Podcast

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.