• 04: Eyjólfur Guðmundsson

  • Jun 18 2024
  • Length: 1 hr and 8 mins
  • Podcast

04: Eyjólfur Guðmundsson

  • Summary

  • Gestur Sigurðar í þættinum er Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor Háskólans á Akureyri.

    Eyjólfur hefur verið rektor HA síðustu tíu ár. Áður var hann sviðsstjóri greiningar og aðalhagfræðingur hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP; og þar áður forseti viðskipta- og raunvísindadeildar HA. Eyjólfur segir okkur frá ýmsum þáttum í starfi sínu, til dæmis hvað skiptir mestu máli í tengslum við að leiða og taka ákvarðanir. Hann lýsir einnig þremur megin áskorunum í starfi sínu sem rektor: Í fyrsta lagi eru það samskiptin við stjórnvöld; í öðru lagi stjórnun í akademísku samfélagi; og í þriðja lagi, sú áskorun að standa sig í hinu alþjóðlega samhengi. Margt fleira kemur til tals eins og möguleg sameining við Háskólann á Bifröst og háskólaumhverfi framtíðarinnar sem hann telur verða mikið breytt miðað við í dag, það verði mun hraðara og dýnamískra. Eyjólfur tengir meðal annars gervigreindina við þessar breytingar.

    Í tengslum við umræðu um forystu og stjórnun tekur Eyjólfur dæmi um marga leiðtoga, eins og Elon Musk, Steve Jobs, Angelu Merkel, Winston Churchill og fleiri. Um áskorun í starfi varðandi samskipti við stjórnvöld segir Eyjólfur meðal annars: ,,Svo ég orði það pent, þá erum við alltaf í baráttu við að fá viðurkenningu, eiginlega viðurkenningu þess að við séum stofnun þess virði fyrir suðurvaldið, ég kalla það suðurvaldið, að veita okkur athygli. Það getur verið mjög mismunandi eftir ráðherrum, það getur verið mjög mismunandi eftir tímabilum; hefur stórbatnað á þessum 10 árum en á sama tíma er það svolítið ennþá fast í sama fari.“ Einnig má nefna að Eyjólfur lýsir því hvernig, að hans mati, jafningjastjórnun gengur ekki upp í háskólaumhverfinu.

    Show more Show less

What listeners say about 04: Eyjólfur Guðmundsson

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.