Fósturfjölskyldur  By  cover art

Fósturfjölskyldur

By: Félag fósturforeldra
  • Summary

  • Hvað er fóstur? Í þessari hlaðvarpsseríu ræða nokkrir fósturforeldrar um þær gjafir og áskoranir sem fylgja því að taka barn í fóstur. Þau einsetja sér að svara spurningum sem fæstir þora að spyrja og gera það með einlægni og heiðarleika að leiðarljósi. Hvað langar þig að vita?
    © 2024 Félag fósturforeldra
    Show more Show less
activate_primeday_promo_in_buybox_DT
Episodes
  • Félag fósturforeldra
    Mar 31 2022

    Í sjötta og síðasta þætti fyrstu seríu hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur ræða þau Guðlaugur og Anna Steinunn um Félag fósturforeldra. Þau sitja bæði í stjórn félagsins og þekkja félagið orðið vel.

    Nýverið fór félagið í stefnumótunarvinnu í takt við ákall meðlimi félagsins og breyttar aðstæður fósturbarna. Þar er framtíðarsýn félagsmanna björt og margt sem vilji er til að breyta og bæta sem styður enn betur við fósturfjölskyldur.

    Jafningjafræðsla og kaffihúsahittingar eru mikilvægir liðir í fræðslu félagsmanna. Árlegur fræðslufundur félagsins hefur verið mjög mikilvægur og er hann yfirleitt að hausti og vel sóttur.

    Gulli og Anna Steinunn hvetja öll sem eru áhugasöm um að taka börn í fóstur að skrá sig í félagið áður en barn er komið inn á heimilið.

    Áhugasöm eru hvött til að kynna sér starf félagsins og senda inn spurningar ef eitthvað er óljóst.

    Hér getur þú fylgst með starfi Félags fósturforeldra og sent inn spurningar:

    https://www.facebook.com/fosturforeldrar

    https://www.fostur.is/

    fostur@fostur.is


    Hlaðvarpið er tekið upp og hljóðblandað í stúdíó @Lubbi Peace Keflavík. Ingi Þór Ingibergsson samdi stef hlaðvarpsins.


    Show more Show less
    13 mins
  • Fósturbarnið og kynfjölskyldan
    Mar 24 2022

    Í þessum fimmta þætti hlaðvarpsins Fósturfjölskyldur ræða þau Guðlaugur, Maja og Hildur um fósturbarnið og kynfjölskylduna.

    Þau ræða fyrstu kynni við fósturbarnið og það hvenær barnið flytur svo inn. Einnig velta þau fyrir sér hvenær og hvernig má tilkynna að nýtt barn sé komið inn á heimilið. Þá velta þau upp spurningunni hvort allir fósturforeldrar passi við öll fósturbörn?

    Félagsráðgjafar spila stórt hlutverk í lífi fósturbarna og oft í lífi fósturfjölskyldunnar. Félagsráðgjafinn er oft mikilvægasti hlekkurinn til að deila sögu barnsins og að veita nýrri fjölskyldu skilning og stuðning sem barnið þarf. Hvernig verður sambandið við þetta fólk og hvernig tengja börnin þau við sitt líf?

    Þau Gulli, Hildur og Maja ræða einnig umgengni við kynforeldra fósturbarna og fara yfir áhrifin sem það getur haft, bæði á barnið og þau sjálf sem aðal umönnunaraðila og sérfræðinga í lífi barnsins. Hvernig líður barninu og hvaða áhrif hefur það á fjölskyldulífið?

    Hvað gerist svo þegar barnið verður 18 ára?


    Hér getur þú fylgst með starfi Félags fósturforeldra og sent inn spurningar:

    https://www.facebook.com/fosturforeldrar

    https://www.fostur.is/

    fostur@fostur.is


    Hlaðvarpið er tekið upp og hljóðblandað í stúdíó @Lubbi Peace Keflavík. Ingi Þór Ingibergsson samdi stef hlaðvarpsins.


    Show more Show less
    37 mins
  • Áskoranir
    Mar 17 2022

    Í þætti dagsins spjalla Maja, Gulli og Hildur um áskoranirnar sem fylgja því að taka barn í fóstur.

    Áskoranirnar geta verið margar og í þættinum velta þau fyrir sér nokkrum sem eru oft áberandi. Þau ræða m.a. um fordóma sem fósturfjölskyldur og fósturbörn geta orðið fyrir. Fordóma varðandi það sem börnin hafa gengið í gegnum sem einhvers konar stimpil á þau eða þeirra hegðun. Fordóma gagnvart fjölskyldu samsetningu fósturfjölskyldna og margt fleira.

    Þau ræða hvaða stuðning Félag fósturforeldra hafi til úrræða og hvort að hann sé hreinlega nægur. Þau nefna mikilvægi þess að rannsaka líðan og stöðu fósturfjölskyldna. Einnig fara þau yfir þær stoðir sem getur farið að hrikta í við komu fósturbarna eins og starfsframa, tekjur, hjónabandið eða heilsan jafnvel.

    Þau ræða pressuna sem fylgir því að fá aðdáun fyrir það að taka barn í fóstur; að þau séu dugleg, góðhjörtuð o.s.frv. Hafa þau þá leyfi til að gera mistök, vera úrillir foreldrar eða hvað? Og hvað fá þau eiginlega greitt fyrir að taka barn í fóstur?


    Hér getur þú fylgst með starfi Félags fósturforeldra og sent inn spurningar:


    https://www.facebook.com/fosturforeldrar

    https://www.fostur.is/

    fostur@fostur.is


    Hlaðvarpið er tekið upp og hljóðblandað í stúdíó @Lubbi Peace Keflavík. Ingi Þór Ingibergsson samdi stef hlaðvarpsins.



    Show more Show less
    21 mins

What listeners say about Fósturfjölskyldur

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.