Episodios

  • Gandri Bergmann
    Sep 15 2024

    44. þáttur Kalda Pottsins.


    ATH: á mínútu 1:00:37 klárast rafhlaðan á hljóðnemamóttakaranum og verður því óvænt klipping á hljóðinu.

    Más Menos
    1 h y 24 m
  • Guðmundur Ingi Þóroddsson
    Sep 1 2024

    Kaldi Potturinn, þáttur 43 Hlaðvarp AFSTÖÐU: https://www.youtube.com/@UC84DHutACnjX5wZDCo_chkg

    Más Menos
    1 h y 8 m
  • Lára Kristín Pedersen
    Aug 18 2024

    Þáttur 42

    Más Menos
    1 h y 8 m
  • Karl Ágúst Úlfsson
    Aug 4 2024

    Karl Ágúst Úlfsson, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins, hefur verið í hjarta íslensku þjóðarinnar allt frá því hann lék Daníel í eftirminnilegustu grínmyndum níunda áratugarins og speglaði þjóðarsálina um áratugaskeið í gegnum gríninnslög Spaugstofunnar. Karl Ágúst er líka þekktur fyrir ritstörf, leikstjórn og þýðingar á fjölmörgum leikverkum fyrir bæði útvarp og leikhús. Í þættinum ræða þeir Mummi á einlægu nótunum listamannsferil Karls Ágústs, áfallið sem fylgdi því að greinast með heilaæxli fyrir bráðum tveimur árum síðan og ritverkin sem hann vinnur að þessi misserin.

    Dagskrárgerð: Mummi

    Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir

    Más Menos
    1 h y 10 m
  • Sigurður Páll Sigurðsson
    Jul 21 2024

    Sigurður Páll Sigurðsson, betur þekktur sem Siggi Palli, fer hörðum orðum um íslenska skólakerfið og meðvirkni þess með foreldrum í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Siggi Palli starfaði um árabil sem kennari en gafst upp á skólakerfinu og flutti í kjölfarið með annan fótinn úr landi. Hann er líka fjöllistamaður, bæði flúrari og listmálari svo eitthvað sé nefnt. Hann byrjaði ungur að flakka um heiminn með foreldrum sínum og hefur síðustu árin verið afar víðförull. Í spjallinu við Mumma rifjar hann upp ýmis eftirminnileg atvik úr lífi sínu, svo sem þegar hann tólf ára kenndi vini sínum hvernig ætti að senda út alvöru neyðarkall í talstöð og startaði óaðvitandi allsherjar neyðarleit að trillu á Breiðafirðinum og sitt hvað annað. Eitthvað sem eldra fólk í Flatey er ekki enn búið að fyrirgefa honum, tæplega hálfri öld síðar.

    Dagskrárgerð: Mummi

    Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir

    Más Menos
    1 h y 8 m
  • Eva Gunnarsdóttir
    Jul 7 2024

    Eva Gunnarsdóttir sálfræðingur og núvitundarkennari er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Eva bjó lengi í Bretlandi en flutti nýverið aftur heim til Íslands. Hún stefnir á að gefa út bók síðar á þessu ári þar sem hún skrifar um reynslu sína af krabbameini og margvíslegar leiðir til sjálfsstyrkingar. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars hvernig það var að vera barn hippaforeldra og alast upp í kommúnu, árin í London og hvernig veikindin hjálpuðu henni að virkja rithöfundinn hið innra.

    Dagskrárgerð: Mummi

    Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir

    Más Menos
    1 h y 15 m
  • Guðmundur Ingi Þorvaldsson
    May 26 2024

    Guðmundur Ingi Þorvaldsson listamaður, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins er líklega hvað þekktastur sem leikari en hann er einnig fantaflottur leikstjóri og tónlistarmaður svo eitthvað sé nefnt. Hann er Borgfirðingur úr Reykholtsdalnum og þótt hann elskaði sveitina sem lítill adhd gaur þá ólgaði alltaf í honum ævintýraþrá og löngun í nýjar áskoranir sem hefur fylgt honum allar götur síðan. Hann ætlaði sér alltaf að læra til prests en fór af einskærri tilviljun í inntökupróf í leiklistarskólann áður en hann innritaði sig í guðfræðina og þar með var ekki aftur snúið. Guðmundur Ingi er fyrir stuttu kominn frá Marokkó þar sem hann lék á móti Anthony Hopkins í Hollywood mynd og nýlega kom út tölvuleikurinn Hellblade II þar sem hann leikur Fargrím, eitt af stærri hlutverkum leiksins. Í þættinum ræða þeir Mummi á einlægu nótunum uppvöxtinn í sveitinni, leikhúsið og tilfinningalega rússibanann sem fylgir því að vera mannvera.

    Más Menos
    1 h y 18 m
  • Þorvaldur Gylfason
    May 12 2024

    Þorvaldi Gylfasyni hagfræðingi, nýjasta viðmælanda Mumma í Kalda pottinum finnst framboð fyrrum forsætisráðherra til forseta vera myndbirting mjög alvarlegs hagsmunaárekstrar sem jaðri við siðvillu af vondri tegund. Sem forsætisráðherra hafi hún farið fyrir þeim sem hafa staðið í vegi fyrir staðfestingu á nýrri stjórnarskrá og þar með staðið í vegi fyrir breytingu á ákvæði um forsetakjör sem felur í sér að enginn verði forseti nema hann hafi meirihluta atkvæða að baki sér. Þess í stað hafi hún, með framboði sínu til forseta, nýtt sér þennan galla í gömlu stjórnarskránni þótt hún megi vita að hún fær að hámarki 30% atkvæða – sem gæti engu að síður dugað til sigurs. Þorvaldur og Mummi ræða líka eftirmála hrunsins, stjórnlagaráðið, spillingu í dómskerfinu og ýmislegt fleira hressandi.

    Más Menos
    1 h y 12 m