Linsan  By  cover art

Linsan

By: RÚV Hlaðvörp
  • Summary

  • Linsan beinir sjónum sínum að konum í kvikmyndagerð, afrekum þeirra og reynslu. Fjallað er um hinar ýmsu kvikmyndir sem gerðar hafa verið af konum og hafa sett mark sitt spjöld sögunnar.

    Umsjón: Anna María Björnsdóttir.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    RÚV Hlaðvörp
    Show more Show less
activate_primeday_promo_in_buybox_DT
Episodes
  • Regína og Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur
    Jul 19 2024

    Litríka dans- og söngvamyndin Regína lifir vel í minnum þeirra sem hana sáu um aldamótin. Agnes Wild, leikstjóri og teymisstjóri barna- og ungmennaþjónustu RÚV, ræðir mikilvægi góðra sagna fyrir ungmenni og hvernig hægt sé að koma boðskapi til skila án predikunartóns.

    Síðar í þættinum er rætt við Margréti Örnólfsdóttur, tónlistarkonu og handritshöfund sem skrifaði einnig Regínu. Hún segir frá hvernig hún fór frá því að skrifa fyrir börn yfir í að vera einn fremsti glæpaþáttahöfundur landsins.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show more Show less
    53 mins
  • Pleasure og Kristín Lea nándarþjálfi
    Jul 12 2024

    Í kjölfar #MeToo-bylgjunnar hefur áhersla á virðingu og traust í kvikmyndageiranum aukist til muna og hafa störf eins og nándarþjálfun sprottið upp. Rætt er við Kristínu Leu Sigríðardóttur, fyrsta og eina starfandi nándarþjálfann á landinu, um starfið og mikilvægi þess.

    Kvikmyndin Pleasure, eða Nautnir, frá árinu 2021 í leikstjórn Ninju Thyberg er einnig til umfjöllunar. Snædís Björnsdóttir bókmenntafræðingur ræðir hvernig þessi saga um sænska stúlku sem dreymir um að verða klámmyndastjarna varpar ljósi á stéttaskiptingu, kynþáttafordóma, vináttusambönd og ekki síst mikilvægi samþykkis og trausts.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show more Show less
    50 mins
  • Portrait de la jeune fille en feu og Hulda Helgadóttir leikmyndahönnuður
    Jul 1 2024

    Í þessum fyrsta þætti Linsunnar er farið inn á stöðu kvenna í kvikmyndabransanum á Íslandi. Rætt er við Guðrúnu Elsu Bragadóttur, kvikmyndafræðing, um kvikmyndina Portrait de la jeune fille en feu, eða Mynd af logandi hefðarfrú, í leikstjórn Céline Sciamma frá 2019. Myndin þykir hafa brotið blað þegar kemur að hinu kvenlega sjónmáli.

    Síðar í þættinum er rætt við leikmyndahönnuðinn Huldu Helgadóttur sem var fyrsta konan til að hljóta Edduverðlaunin á því sviði.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show more Show less
    52 mins

What listeners say about Linsan

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.