Reglubókaklúbburinn  By  cover art

Reglubókaklúbburinn

By: Reglubókaklúbburinn
  • Summary

  • Regla Reglubókaklúbbsins samanstendur af Helga Má, Unni Helgu og Þorsteini Mar ásamt Ólafi Birni á upptökurúninni þar sem þau dæma bækur út frá kápunni en fara einnig djúpt í kjölinn á reglubókum spunaspila.
    Reglubókaklúbburinn
    Show more Show less
activate_primeday_promo_in_buybox_DT
Episodes
  • Þáttur 007: Í víðáttu brennandi spegla - Night's Black Agents
    Apr 25 2024

    Klokkaðu alla útganga áður en þú rýkur inn í þennan þátt. Korktaflan sýnir það svart á hvítu og með rauðum þræði á milli að þessi þáttur fer lengra upp vampýramídann en nokkru sinni áður. — Þú þarft ekki að vera hakkari á heimsklassa til að njóta góðs af þeim stafrænu verkefnum sem Quest Portal, bakhjarl Reglubókaklúbbsins, býður upp á fyrir öll möguleg verkefni. Hvort sem það er að kljást við hverfisfautana eða að sprengja sig upp á topp vampýramídans, þá hefur Quest Portal allt sem útsendarar á vettvangi spunaspila þurfa á að halda. — Hægt er að nálgast eintak af Night’s Black Agents á vefsíðu Pelgrane Press hérna og mögulega í svartri skjalatösku hjá höfninni undir næsta fulla tungli. — Blússandi meðmæli Reglunnar Node Based Scenario Design Spunaspilavinir #24 Dómsdagur - hlaðvarp Opið spunaspilakvöld Nexus


    Show more Show less
    2 hrs and 40 mins
  • Þáttur 6: Samansafn fanta og fúlmenna - Star Wars: Edge of the Empire
    Mar 25 2024

    Hvergi fyrirfinnst ömurlegra samansafn fanta og fúlmenna. En einhversstaðar verða illir að vera á þessum myrku tímum í Vetrarbrautinni.

    ---

    Kostunaraðili Reglubókaklúbbsins er Quest Portal⁠ sem er með hýperdrifin verkfæri fyrir ævintýrin sem eiga sér stað endur fyrir löngu á fjarlægri vetrarbraut.

    ---

    Vákar, vélmenni og ótótlegir nerf-hirðar geta nálgast eintak af Star Wars: Edge of the Empire ásamt öðrum ágætum köflum úr Stjörnustríðunum í Nexus.

    ---

    Blússandi meðmæli Reglunnar

    Spilastund - Star Wars spunaspil

    OGGdude

    SWRPG Community

    Coriolis Simplified Space Combat

    Starfinder: Narrative Starship Combat

    Hugtakasafn Kvikmyndafræðanna


    Dungeon Crawl Classics, Pathfinder 2e og Warhammer Fantasy

    ---

    Stef þáttarins er ⁠Planned eftir PeterFK

    Aukastef þáttarins er The Force eftir Giuseppe Vasapolli

    Show more Show less
    1 hr and 44 mins
  • Þáttur 5: Míkródósun örvæntingar - Kjarnabók Vampire: The Masquerade
    Mar 1 2024

    EFNISVIÐVÖRUN (CW) - Á einum tímapunkti í þessum þætti er fjallað um sjálfsvíg. Ef þú eða einhver sem þú þekkir er að glíma við sjálfsvígshugsanir er fjöldi úrræða sem standa til boða. Upplýsingasími heilsugæslunnar er að finna í s. 1700, Hjálparsími Rauða Krossins er 1717. Netspjall Heilsuveru býður einnig upp á aðstoð auk þess sem Píeta-samtökin er að finna í s. 552-2218.

    Þau sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi geta leitað til allra þessara aðila ásamt Sorgarmiðstöðinni í s. 551-4141.

    ---

    Kom nú börn nætur, nærumst á skinnu þeirri sem er svo bersýnilega mörkuð af þúsund skurðum uppflettinga.

    ---

    Reglubókaklúbburinn er í þéttu faðmlagi við Quest Portal þar sem er að finna fjöldann allan af ágætum, stafrænum verkfærum til að verja nokkrum eilífðum við að smíða þitt coterie.

    ---

    Daggöngur geta nálgast Kjarnabók ⁠Vampire: The Masquerade⁠ m.a. í innsta kima í sæluríki Glæsibæjar.

    ---

    Blússandi meðmæli Reglunnar

    V5 Relationship Map Template á Kumu

    Spunaspilavinir #21

    Viðburðir í Bókasafni Hafnafjarðar

    ---

    Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK

    Aukastef þáttarins er Habanera úr óperunni Carmen eftir Georges Bizet

    Show more Show less
    1 hr and 35 mins

What listeners say about Reglubókaklúbburinn

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.