• Stjórnsýsla og neytendamál
    Jul 11 2023

    Stjórnsýsla og neytendamál í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar en hann ræðir við Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum um vaxtamálið en Neytendasamtökin hafa stefnt stóru bönkunum þremur fyrir EFTA dómstólinn í Lúxemborg til ógildingar skilmála bankanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Þetta gera Neytendasamtökin til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum en samtökin telja skilmála velflestra lána með breytilegum vöxtum vera ólöglega. Þeir munu ræða um Cretditinfo eða Lánstraust, persónuvernd, fjármálalæsi og væntanlega eitthvað fleira áhugavert og upplýsandi.

    Show more Show less
    52 mins
  • Eru stjórnmálamenn fulltrúar eða umboðsmenn almennings?
    Apr 18 2023

    Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson um fundi vikunnar, forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, Helliheiðavirkjun, fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra og spurðu þá hvort þeir gerðu greinarmun á hvort stjórnmálamenn væru fulltrúar fólksins eða umboðsmenn fólksins.

    Show more Show less
    58 mins
  • Áhyggjur af rafrænum undirritunum og samskiptum
    Apr 11 2023

    Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson um rafrænar undirskriftir og samskipti, sýslumenn og innheimtur á niðurfelldum skuldum eftir hrun.

    Show more Show less
    57 mins
  • Bókun 35 við ESS-samninginn, synjunarvald forseta og skipunarbréf dómara
    Apr 4 2023

    Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson um fundi sem þeir sóttu í liðinni viku, bókun 35 við ESS-samninginn, synjunarvald forseta og skipunarbréf dómara.

    Show more Show less
    1 hr and 3 mins
  • Fundir vikunnar - háir vextir - sýslumenn og nauðungarsölur
    Mar 28 2023

    Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson um fundi vikunnar hjá þeim, framtíðarsýn þeirra vegna hárra vaxta og það sem virðist blasa við í íslensku samfélagi - að það styttist í nauðungarsölur sýlumanna.

    Show more Show less
    1 hr and 1 min
  • Bankastjóri Landsbankans - vinsamlega hringdu í Arngrím strax!
    Mar 21 2023

    Í þættinum ræddi Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson. Eins og í fyrri þáttum er farið um víðan völl og ræddu þeir félagar m.a. um umboðsmann Alþingis, forseta Alþingis og þaulsetu sama fólks á alþingi áratugum saman. Arngrímur krafðist að Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans hringdi í sig án tafar og "ekki seinna en strax"!

    Show more Show less
    59 mins
  • Hlutverk forseta - kosningar á næsta ári
    56 mins
  • Þetta eru skattarnir mínir sem verið er að eyða
    Mar 14 2023

    Þáttarlýsing

    Show more Show less
    58 mins