• Skák á Grænlandi: Róbert Lagerman og Veronika Steinunn Magnúsdóttir

  • Jul 3 2024
  • Duración: 57 m
  • Podcast

Skák á Grænlandi: Róbert Lagerman og Veronika Steinunn Magnúsdóttir

  • Resumen

  • Grænlandsfararnir Róbert Lagerman FIDE meistari og alþjóðlegur skákdómari og Veronika Steinunn Magnúsdóttir blaðamaður og laganemi eru gestir Kristjáns Arnar í þessum þætti. Þau ræða um útbreiðslu skákíþróttarinnar á Grænlandi sem skákfélagið Hrókurinn undir forystu Hrafns Jökulssonar heitins kom á í byrjun aldarinnar. Róbert fer til Grænlands núna í júlí og verður það 74 ferðin hans til Grænlands til að "breiða út fagnaðarerindið" eins og skákmenn svara gjarnan þegar þeir eru spurðir út í tilganginn með þessu öllu saman.

    Skákfélagið Hrókurinn hefur síðan árið 2003 unnið markvisst að útbreiðslu skákíþróttarinnar á Grænlandi. Áður var skák þar nánast óþekkt. Hrókurinn hefur farið í fjölmargar ferðir til Grænlands, heimsótt mörg þorp og haldið námskeið, fjöltefli og skákmót. Útbreiðsla skákíþróttarinnar hefur verið mikil og hefur félaginu alls staðar verið vel tekið. Má fullyrða að fjölmörg börn og fullorðnir tefli nú á Grænlandi fyrir tilstuðlan Hróksins.

    Róbert segir að Hrafn hafi sagt sér að markmiðið með öllum þessum ferðum væri að skapa gleðistundir fyrir börnin en ekki kílówattsstundir eins og Landsvirkjun. Hann segir að Hrókur­inn og Kalak, sem er vinafélag Grænlands og Íslands, hafi fyrst og fremst að leiðarljósi að auka sam­vinnu Íslend­inga og Græn­lend­inga á sem flest­um sviðum, sér­stak­lega þeim sem lúta að hags­mun­um barna. Grannþjóðirn­ar í norðri geti margt hvor af ann­arri lært, þegar vinátta og virðing séu í fyr­ir­rúmi.

    Róbert talar um störf Hrafns og Stefáns Her­berts­sonar á Grænlandi. Hrafn hafi leitt skák­land­nám Hróks­ins á Græn­landi frá upp­hafi auk þess að hafa verið virk­ur í starfi Kalak. Stefán sé fv. formaður Kalak og upp­hafsmaður hins ár­lega sund­krakka­verk­efn­is, en þá er 11 ára börn­um frá aust­ur­strönd­inni boðið til Íslands til að læra sund og kynn­ast ís­lensku sam­fé­lagi.

    Margt annað athyglisvert ber á góma hjá þeim Róberti og Veroniku í þættinum, m.a. grænlenskur matur, ísbirnir, sleðahundar, sauðnaut, menning, samgöngur, margvísleg félagsleg vandamál á Austur-Grænlandi og það, að Grænlenska skáksambandið hafi sótt um inngöngu í FIDE en umsóknin verður tekin fyrir á þingi Alþjóðaskáksambandsins sem haldið verður samhliða Ólympíuskákmótinu í Búdapest í Ungverjalandi dagana 10.- 23. september nk.

    Más Menos

Lo que los oyentes dicen sobre Skák á Grænlandi: Róbert Lagerman og Veronika Steinunn Magnúsdóttir

Calificaciones medias de los clientes

Reseñas - Selecciona las pestañas a continuación para cambiar el origen de las reseñas.