• 7. Hversu milt er móðurhjartað?

  • Jan 30 2022
  • Duración: 55 m
  • Podcast

7. Hversu milt er móðurhjartað?

  • Resumen

  • Oft er nauðsynlegt að stíga til baka að geta komist lengra áfram. Í sjöunda þætti Svörtu sanda er horft aftur til fortíðar og hrært vandlega í tímalínum til að varpa nánara ljósi á ógnina sem herjar á Anítu, fjölskyldu hennar og teymi innan bæjarins. Í kjölfar uppákomunnar með Helgu hefur hinn dularfulli og margumtalaði Davíð skotið loksins upp kollinum eftir margra ára fjarveru. Davíð kemur þó ekki án farangurs sjálfur á meðan dauðinn er yfirvofandi þessa dagana á Glerársandi, auk spurningarinnar um hvort móðurhöndin sé skilyrðislaust mjúk.

    Heimur Anítu farinn að hringsnúast sem aldrei fyrr á meðan áframhaldið veltur á því hvort náunganum sé treystandi og enn fremur hvort sannleikurinn geti bætt úr hlutum eða valdið frekari á verstu stundu.

    Á meðan brátt líður að stóra lokasprettinum kafa þeir Tómas og Baldvin út í sífjölgandi ‘mömmu-issjú’ seríunnar, mynstur fjöldamorðingja og hvað stóru flassbakk-senurnar segja okkur í raun um framvinduna liðnu og klæmaxinn handan við hornið. Einnig er rætt um mynstur sem og triggera Salómóns, stöðugan persónuvöxt Ragnars og kaflaskilin í lífi Fríðu. Auk þess er eitt gífurlega minnisstætt hótelherbergi og enn eftirminnilegra baðkar í tærum fókus þessa innslags ásamt óvæntri leiktækni Pálma Gestssonar og ferlið að skrifa tónlistina fyrst inn í handrit og síðan spyrja um leyfi.

    Og jú, Baldvin flytur bitastætt kvæði.

    Más Menos

Lo que los oyentes dicen sobre 7. Hversu milt er móðurhjartað?

Calificaciones medias de los clientes

Reseñas - Selecciona las pestañas a continuación para cambiar el origen de las reseñas.