• Gervigreind og skák: Dr. Yngvi Björnsson, prófessor

  • Jul 17 2024
  • Length: 54 mins
  • Podcast

Gervigreind og skák: Dr. Yngvi Björnsson, prófessor  By  cover art

Gervigreind og skák: Dr. Yngvi Björnsson, prófessor

  • Summary

  • Gestur Kristjáns Arnar í þessum þætti er Dr. Yngvi Björnsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann var einn fyrsti doktorsmenntaði Íslendingurinn sem lagði áherslu á gervigreind en hann hefur lengi stundað kennslu og rannsóknir á því sviði. Hann er jafnframt áhugamaður um skák og hefur notað tölvuskák sem viðfangsefni í mörgum af sínum rannsóknarverkefnum.

    Í þættinum ræða þeir félagar um áhuga Yngva á tölvunarfræði, gervigreind og tölvuskák en skákin hefur einmitt átt stóran þátt í þeim áhuga. Yngvi segir að skákin eigi sér langa og merkilega sögu sem mikilvægt umfangsefni í gervigreindarrannsóknum. Hann segir að í ár séu liðin 50 ár frá því að fyrsta heimsmeistaramótið í tölvuskák fór fram og framan af hafi verið mikill áhugi fyrir þessum mótum sem hafi þó farið dvínandi seinni ár. Seinasta opinbera heimsmeistaramótið í tölvuskák verður haldið síðar á þessu ári. Árið 2005 var mótið haldið á Íslandi og var Yngvi einn af skipuleggjendum mótsins. Árið 1996 tók Yngvi þátt í heimsmeistaramótinu ásamt samnemanda sínum, vísindamanninum Andreas Junghanns, en mótið fór fram í Jakarta höfuðborg Indónesíu. Skákforrit þeirra hét The Turk, í höfuðið á skákvél sem byggð var árið 1770. Tyrkinn (e. The Turk) var ekki raunveruleg vél, heldur vélræn blekking. Maður var inni í vélinni sem vann við stjórntækin. Með hæfileikaríkan skákmann falinn inni í vélinni vann Tyrkinn flestar skákirnar. Það lék og vann viðureignir gegn mörgum þar á meðal Napoleon Bonaparte og Benjamin Franklin.

    Yngvi og Kristján ræddu um Deep Blue ofurtölvuna, AlpahaZero ofurforritið, Stockfish sem er sterkasta skákforriti í heimi og talið vera með styrkleika upp á 3.634 skákstig - þó í raun sé erfitt að meta það nema gegn öðrum skákforritum. Margt annað fróðlegt og skemmtilegt bar á góma og var ákveðið að Yngvi kæmi aftur í heimsókn næsta miðvikudag þar sem þeir félagarnir munu halda áfram að ræða um skák og gervigreind.

    Show more Show less
activate_primeday_promo_in_buybox_DT

What listeners say about Gervigreind og skák: Dr. Yngvi Björnsson, prófessor

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.