Við Skákborðið  By  cover art

Við Skákborðið

By: Útvarp Saga
  • Summary

  • Vikulegir þættir um skák á innlendum og erlendum vettvangi í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar alþjóðlegs skákdómara.
    © 2023 Útvarp Saga
    Show more Show less
activate_primeday_promo_in_buybox_DT
Episodes
  • Hinar ýmsu hliðar gervigreindar: Dr Yngvi Björnsson prófessor við HR
    Jul 24 2024

    Kristján Örn tekur aftur á móti dr. Yngva Björnssyni prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík aðra vikuna í röð. Í síðustu viku ræddu þeir um gervigreind og skák og heldur umræðan áfram nú þar sem Yngvi upplýsir frekar um hinar ýmsu hliðar gervigreindar. Yngvi segir frá þeim gervigreindarrannsóknum sem hann hefur fengist við í gegnum árin þar sem hann hefur notað skák og aðra svipaða borðleiki sem viðfangsefni. Hann nefnir m.a. tölvukerfi sem læra af reynslu, útskýranlega gervigreind (e. explainable AI) og alhliða leikjagreind. Yngvi varð ásamt Hilmari Finnssyni, meistaranema hans við Háskólann í Reykjavík, heimstmeistari í keppni alhliða leikjaforrita sem haldin var í Vancouver í Kanada árið 2007. Þeir vörðu heimsmeistaratitilinn í gervigreind ásamt öðrum meistaranema, Gylfa Þór Guðmundssyni, þegar þeir urðu heimsmeistarar í gervigreind á stærstu gervigreindarráðstefnu heims sem haldin var í Chicago árið 2010 en þá lögðu þeir öðru sinni að velli Háskólann í Kaliforníu (UCLA) í úrslitum. Þeir ræddu um nýja löggjöf Evrópusambandsins um gervigreind sem tekur gildi 1. ágúst næstkomandi, lagaleg og siðferðileg álitamál, persónuverndarlög og höfundarréttarmál, hvort gervigreind hefði tilfinningar og hvað kerfi eins og risamállíkön ChatGPT, Copilot og Gemini geta og geta ekki gert.

    Show more Show less
    56 mins
  • Gervigreind og skák: Dr. Yngvi Björnsson, prófessor
    Jul 17 2024

    Gestur Kristjáns Arnar í þessum þætti er Dr. Yngvi Björnsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann var einn fyrsti doktorsmenntaði Íslendingurinn sem lagði áherslu á gervigreind en hann hefur lengi stundað kennslu og rannsóknir á því sviði. Hann er jafnframt áhugamaður um skák og hefur notað tölvuskák sem viðfangsefni í mörgum af sínum rannsóknarverkefnum.

    Í þættinum ræða þeir félagar um áhuga Yngva á tölvunarfræði, gervigreind og tölvuskák en skákin hefur einmitt átt stóran þátt í þeim áhuga. Yngvi segir að skákin eigi sér langa og merkilega sögu sem mikilvægt umfangsefni í gervigreindarrannsóknum. Hann segir að í ár séu liðin 50 ár frá því að fyrsta heimsmeistaramótið í tölvuskák fór fram og framan af hafi verið mikill áhugi fyrir þessum mótum sem hafi þó farið dvínandi seinni ár. Seinasta opinbera heimsmeistaramótið í tölvuskák verður haldið síðar á þessu ári. Árið 2005 var mótið haldið á Íslandi og var Yngvi einn af skipuleggjendum mótsins. Árið 1996 tók Yngvi þátt í heimsmeistaramótinu ásamt samnemanda sínum, vísindamanninum Andreas Junghanns, en mótið fór fram í Jakarta höfuðborg Indónesíu. Skákforrit þeirra hét The Turk, í höfuðið á skákvél sem byggð var árið 1770. Tyrkinn (e. The Turk) var ekki raunveruleg vél, heldur vélræn blekking. Maður var inni í vélinni sem vann við stjórntækin. Með hæfileikaríkan skákmann falinn inni í vélinni vann Tyrkinn flestar skákirnar. Það lék og vann viðureignir gegn mörgum þar á meðal Napoleon Bonaparte og Benjamin Franklin.

    Yngvi og Kristján ræddu um Deep Blue ofurtölvuna, AlpahaZero ofurforritið, Stockfish sem er sterkasta skákforriti í heimi og talið vera með styrkleika upp á 3.634 skákstig - þó í raun sé erfitt að meta það nema gegn öðrum skákforritum. Margt annað fróðlegt og skemmtilegt bar á góma og var ákveðið að Yngvi kæmi aftur í heimsókn næsta miðvikudag þar sem þeir félagarnir munu halda áfram að ræða um skák og gervigreind.

    Show more Show less
    54 mins
  • Hæfileikamennirnir Sveinbjörn Jónsson og Gauti Páll Jónsson
    Jul 10 2024

    Gestir þáttarins í dag eru þeir Sveinbjörn Jónsson, Súgfirðingur, áhugaskákmaður og fyrrverandi trillukarl og Gauti Páll Jónsson, fyrrverandi formaður Taflfélags Reykjavíkur, sagnfræðingur og ritstjóri tímaritsins Skákar.

    Sveinbjörn sagði frá skákstarfinu á Súgandafirði og á Vestfjörðum hér á árum áður en Sveinbjörn sá meðal annars um skólaskák á Vestfjörðum um árbil. Hann sagði frá sterkum skákmönnum á Vestfjörðum og minntist á að Jóhann Þórir hefið haldið eitt af sínu frægu helgarskákmótum á Suðureyri við Súgandafjörð. Sveinbjörn er hagyrðingur góður og hefur samið margar vísur, lög og texta og fór hann með tvær skáktengdar vísur í þættinum. Spiluð voru tvö lög eftir Sveinbjörn. Lagið Driftwood sem fjallar um eilífðina, hafið og rekavið en hann tileinkaði lagið Hrafni Jökulssyni skákfrömuði sem jarðsettur var í kistu úr Vestfirskum rekaviði og lagið Ættfræði óttans sem er andsvar Sveinbjörns við setningu Einars Ben: "Ótti er virðingar faðir og móðir" en Sveinbjörn hefur miklar mætur á skáldinu Einari Ben.

    Gauti Páll sagði frá starfinu í Taflfélagi Reykjavíkur og mótahaldi félagsins í sumar en félagið er eitt af fáum skákfélögum sem heldur starfinu gangandi yfir sumarmánuðina. Hann rifjaði upp að þeir Sveinbjörn hafi telft saman í Gallerý Skák fyrir u.þ.b. 10 árum og að síðasa skák þeirra, sem var kappskák, hafi endað með jafntefli. Að launum fékk hann breitt bros frá hógværum Sveinbirni.

    Þeir félagar ræddu svo um heimsmeistaramót 50 ára og eldri sem fram fer í Kraká í Póllandi en síðasta umferðin verður tefld á morgun. Íslenska sveitin, skipuð "fjórmenningaklíkunni" frægu ásamt stórmeistaranum Þresti Þórhallssyni, leiddi mótið fyrir 7. umferð sem tefld var í gær gegn feykisterkri sveit Bandaríkjamanna. Íslenska sveitin var ein í efsta sætinu fyrir umferðina en tapaði viðureigninni (1-3) og á því veika von á að hremma gullið nema bandaríska sveitin misstígi sig í síðustu tveimur umferðunum. Íslenska sveitin á þó enn góða möguleika á að enda á verðlaunapalli.

    Tal barst að unga og efnilega skákfólkinu okkar og hinum argentíska Faustino Oro sem í síðasta mánuði varð yngsti alþjóðlegi skákmeistari skáksögunnar og sló þar með met hins bandaríska Abhimanyu Mishra um einn mánuð og fjóra daga. Faustiono er aðeins 10 ára gamall, fæddur 14. október 2013 en nýverið vann hann bestu skákmenn heims, heimsmeistarana Magnús Carlsen og Hikaru Nakamura, í hraðskák (1. og 3. mínútna skákir) á skákþjóni vefsíðunnar Chess.com.

    Show more Show less
    1 hr and 1 min

What listeners say about Við Skákborðið

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.