• Skinn og sútun
    Feb 26 2024

    Við höfum harðan skráp, eltum skinn og kíkjum á Snæfellsnesið enn einu sinni. Í þetta sinn á Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn þar sem við fræðumst um hákarlaskráp. Anna virðist hafa farið á of mörg námskeið og segir okkur frá sútunarnámskeiði hjá Lenu Zachariassen þar sem hún lærði undirstöðuatriðin í sútun sem hún ætlar að gera í dauða tímanum, og við lærum að græða peninga með nábrók.

    Show more Show less
    59 mins
  • Jötubandið
    Oct 5 2022

    Í þessum síð­asta þætti í annarri seríu sitjum við á jötu­band­inu og spjöllum um allt milli him­ins og jarð­ar. Les­inn er fjár­hús­lestur upp úr upp­á­halds­bók lands­manna, Jónasi Jónassyni frá Hrafna­gili. Þáttinn má að sjálfssögðu sjá á youtube, hér!

    Show more Show less
    1 hr and 1 min
  • Giljagaur
    Oct 5 2022

    Það er loks­ins komið að því að við stöndum við stóru orðin og heim­sækjum hæfi­leika­kon­una Jos­ef­inu Mor­ell að Giljum í Hálsa­sveit í Borg­ar­firði. Hún vill læra allt sem við­kemur hand­verki og gengur bara vel að klára þann lista. Ef hún er í vafa, þá er alltaf hægt að gúggla og byrja svo bara.

    Show more Show less
    49 mins
  • Steinar
    Oct 5 2022

    Hvort er betra að höggva menn í herðar niður eða skjóta af boga með heima­gerðum örv­um? Við heim­sækjum Akra­nes í þessum þætti og finnum þar hand­verks­mann­inn Guð­mund Steinar sem leyfir okkur líka að kíkja í kistil­inn þar sem hann hefur spunnið svo­lítið hross­hár og fleira.

    Show more Show less
    50 mins
  • Horn og bein
    Oct 5 2022

    Anna og Sig­rún eru hreinar og beinar en um leið harðar í horn að taka þegar þær fara yfir nota­gildi horna og beina í hand­verki. Þau voru ekki aðeins notuð í nytja­hluti heldur leik­föng og skraut. Eru horn og bein eitt­hvað nýtt í nútím­an­um? Kemur í ljós.

    Show more Show less
    54 mins
  • Útskurður
    Sep 29 2022

    Allir pabbar og afar kunna að skera út, er það ekki? Eða er það ekki þannig leng­ur? Þjóð­legir þræðir fundu alla­vega fjöl­hæfa konu sem sker út ævin­týri, í menn­ing­ar­borg­inni Stykk­is­hólmi, hvar ann­ars­stað­ar?

    Show more Show less
    55 mins
  • Hárið
    Sep 27 2022

    Hvern hefur ekki dreymt um að eiga taum úr tagli af upp­á­halds hest­inum sínum eða skart­grip úr hár­inu af ömmu gömlu? Í gegnum ald­irnar hefur hár verið notað bæði í nytja­hluti og skraut. Heyrum um allskyns hár, af alls kyns skepn­um, til­valið að hlusta á Hárið í kjöl­far­ið.

    Show more Show less
    46 mins
  • Þjóðbúningamafían
    Sep 27 2022

    Anna og Sig­rún kafa ofan í flók­inn heim íslenskra þjóð­bún­inga fyrr og síð­ar; klæða sig í ótelj­andi und­ir­pils, næla á sig silfur for­mæðr­anna og setjum upp vafasöm höf­uð­föt. Loks­ins fá hlust­endur að heyra frá Nor­egs­armi þátt­anna og fræð­ast um bunadsmafí­una þar í landi.

    Show more Show less
    1 hr and 5 mins