Kaldi Potturinn  By  cover art

Kaldi Potturinn

By: Kaldi Potturinn
  • Summary

  • Kaldi Potturinn er spjallþáttur þar sem Mummi fær til sín á sviðið heima allskonar fólk úr öllum kimum samfélagsins, með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Fólk sem fer sínar eigin leiðir. Mummi hefur sjálfur sterkar skoðanir og óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo allt fær að flakka á sviðinu. Kaldi Potturinn hefur ekkert að fela.
    Kaldi Potturinn
    Show more Show less
activate_primeday_promo_in_buybox_DT
Episodes
  • Guðmundur Ingi Þorvaldsson
    May 26 2024

    Guðmundur Ingi Þorvaldsson listamaður, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins er líklega hvað þekktastur sem leikari en hann er einnig fantaflottur leikstjóri og tónlistarmaður svo eitthvað sé nefnt. Hann er Borgfirðingur úr Reykholtsdalnum og þótt hann elskaði sveitina sem lítill adhd gaur þá ólgaði alltaf í honum ævintýraþrá og löngun í nýjar áskoranir sem hefur fylgt honum allar götur síðan. Hann ætlaði sér alltaf að læra til prests en fór af einskærri tilviljun í inntökupróf í leiklistarskólann áður en hann innritaði sig í guðfræðina og þar með var ekki aftur snúið. Guðmundur Ingi er fyrir stuttu kominn frá Marokkó þar sem hann lék á móti Anthony Hopkins í Hollywood mynd og nýlega kom út tölvuleikurinn Hellblade II þar sem hann leikur Fargrím, eitt af stærri hlutverkum leiksins. Í þættinum ræða þeir Mummi á einlægu nótunum uppvöxtinn í sveitinni, leikhúsið og tilfinningalega rússibanann sem fylgir því að vera mannvera.

    Show more Show less
    1 hr and 18 mins
  • Þorvaldur Gylfason
    May 12 2024

    Þorvaldi Gylfasyni hagfræðingi, nýjasta viðmælanda Mumma í Kalda pottinum finnst framboð fyrrum forsætisráðherra til forseta vera myndbirting mjög alvarlegs hagsmunaárekstrar sem jaðri við siðvillu af vondri tegund. Sem forsætisráðherra hafi hún farið fyrir þeim sem hafa staðið í vegi fyrir staðfestingu á nýrri stjórnarskrá og þar með staðið í vegi fyrir breytingu á ákvæði um forsetakjör sem felur í sér að enginn verði forseti nema hann hafi meirihluta atkvæða að baki sér. Þess í stað hafi hún, með framboði sínu til forseta, nýtt sér þennan galla í gömlu stjórnarskránni þótt hún megi vita að hún fær að hámarki 30% atkvæða – sem gæti engu að síður dugað til sigurs. Þorvaldur og Mummi ræða líka eftirmála hrunsins, stjórnlagaráðið, spillingu í dómskerfinu og ýmislegt fleira hressandi.

    Show more Show less
    1 hr and 12 mins
  • Sigurður Ingólfsson
    Apr 28 2024

    Nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum tók eitt sinn þátt í mótmælum í Frakklandi því hann langaði að prófa hvernig það væri að vera gasaður. Honum fannst það lítt gott og lét eitt skipti duga. Sigurður Ingólfsson skáld, þýðandi og leiðsögumaður féll í frönsku í menntaskóla en lét það ekki aftra sér frá að flytja með fjölskylduna til Frakklands þar sem hann útskrifaðist síðar með doktorsgráðu í frönskum bókmenntum. Sigurður, sem byrjaði að lesa tveggja ára og var orðinn fluglæs fjögurra ára, hefur gefið út 11 ljóðabækur og er þessi misserin að stúdera guðfræði við HÍ með það fyrir augum að vígast til prests síðar. Frakkland togar líka og þar langar hann að verja efri árunum við lestur og skriftir.

    Show more Show less
    1 hr and 6 mins

What listeners say about Kaldi Potturinn

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.